Emmanuel Dennis er á förum frá Watford í sumar eftir að hafa gengið í raðir félagsins frá Club Brugge í fyrra.
Dennis er einn allra besti leikmaður Watford en hann og Ismaila Sarr eru hættulegustu vopnin í sókninni.
The Athletic fullyrðir það nú að Dennis sé að kveðja Watford eftir að félagið féll úr efstu deild Englands.
Dennis skoraði 10 mörk í 33 leikjum í ensku úrvalsdeildinni en hann var áður hjá Brugge í fjögur ár.
Mörg félög munu horfa til leikmannsins sem er 24 ára gamall og landsliðsmaður Nígeríu.