Framherjinn Viðar Örn Kjartansson er farinn frá norska félaginu Valarenga. Fótbolti.net segir frá þessu.
Viðar Örn sneri aftur til Valarenga 2020 en er nú farinn á ný.
„Ég fékk leyfi í fyrra að fá að fara í þessum glugga og ég er mjög þakklátur félaginu fyrir að leyfa mér á endanum að fara frítt þar sem markaðurinn er aðeins öðruvísi eftir Covid,“ segir Viðar.
„Ég er þakklátur fyrir tímann minn hér og mjög spenntur fyrir nýrri áskorun.“
Viðar Örn er 32 ára gamall. Hann á að baki 32 A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Í þeim hefur hann skorað fjögur mörk.