Það verður bannað að neita áfengis á meðan leikjum stendur á Heimsmeistaramótinu í Katar síðar á þessu ári. Þetta var samþykkt á milli FIFA og gestaþjóðarinnar.
Börum inni á völlunum verður lokað um leið og leikir hefjast og þeir svo ekki opnaðir aftur fyrr en leikjum er lokið.
Ströng lög eru um áfengisnotkun í Katar og mega túristar aðeins drekka á ákveðnum stöðum.
FIFA hefur verið sterklega gagnrýnt fyrir að leyfa Katar að halda HM 2022. Mannréttindi í landinu eru fótum troðin og er virkilega illa komið fram við verkafólk, svo eitthvað sé nefnt.
HM í Katar hefst 21. nóvember næstkomandi. Mun því ljúka með sjálfum úrslitaleiknum þann 18. desember. Hlé verður á öllum helstu deildum heims á meðan mótinu stendur, þar á meðal ensku úrvalsdeildinni.