Paul Pogba mun mæta til Tórínó seinna í dag. Hann er að ganga til liðs við Juventus í annað skiptið á ferlinum.
Samningur Pogba við Manchester United rann út fyrir viku síðan. Það var löngu ljóst að hann yrði ekki framlengdur.
Pogba gekk í raðir Man Utd frá Juventus fyrir sex árum síðan og kostaði tæpar 90 milljónir punda.
Frakkinn stóð þó ekki undir væntingum á Old Trafford og fer nú frítt til Juventus frá Man Utd í annað skiptið á ferlinum. Hann gerði það einnig árið 2012.
Pogba er á leið til Ítalíu í einkaþotu eins og sjá má hér að neðan.
“See you soon”. Paul Pogba, flying to Turin: he’s arriving in the afternoon in order to complete his comeback to Juventus. ⚪️⚫️🛩 #Juventus
Medical tomorrow and club official statement to follow. Pogba, back to Juventus. ⤵️🎥 pic.twitter.com/7nCx065SRc
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 8, 2022