Símamótið, stærsta knattspyrnumót landsins, fer nú fram á svæði Breiðabliks í Kópavogi.
Þetta er 38. Símamótið en það hefur verið haldið síðan 1985.
Mótið var sett í gær og var byrjað að spila í morgun. 5., 6. og 7. flokkur kvenna tekur þátt í því.
Um þrjú þúsund keppendur taka þátt í Símamótinu í ár.
Mótinu lýkur svo á sunnudag.
Landslið okkar Íslands hefur leik á Evrópumótinu á morgun. Vafalítið eru einhverjar framtíðar landsliðskonur sem taka þátt á Símamótinu í ár.