Fyrirsætan Karoline Lima hefur sagt miðverðinum Eder Militao upp en parið hafði verið saman í ár.
Þetta hefur vakið mikla athygl þar sem Lima og Militao eiga von á stúlkubarni á allra næstu dögum.
„Eftir að hann kom heim úr ferðinni sinni reyndi ég að vinna í hlutunum. En það fór á það stig að ég sá að sambandið var ekki að fara að ganga upp,“ sagði Lima.
„Ég ákvað að ljúka sambandinu og taldi það vera það besta í stöðunni. Cecilia (dóttirin) mun alltaf tengja okkur saman og vera í forgangi í okkar lífi. Hvað sem gengur á verður samband okkar að vera gott, hennar vegna. Ég hef það fínt og mun verða betri.“
Militao leikur með Real Madrid á Spáni. Liðið varð bæði meistari í heimalandinu og vann Meistaradeild Evrópu á síðustu leiktíð eftir spennandi úrslitaleik gegn Liverpool.