Manchester United hefur kynnt nýja búninga sína fyrir næstu leiktíð. Snýr kraginn til að mynda aftur á treyjunum.
Þátttaka Cristiano Ronaldo í auglýsingunni fyrir treyjuna hefur vakið mikla athygli en framtíð hans er í lausu lofti.
Portúgalinn fer ekki með Man Utd í æfingaferð til Taílands á morgun.
Ronaldo sneri aftur til Man Utd í fyrra, tólf árum eftir að hann yfirgaf félagið fyrir Real Madrid.
Sjálfur átti Portúgalinn fínasta tímabil en liðið olli hins vegar vonbrigðum og hafnaði í sjötta sæti. Það þýðir að Man Utd mun leika í Evrópudeildinni á næstu leiktíð, eitthvað sem Ronaldo getur ekki hugsað sér en hann ætlar að spila með liði í Meistaradeild Evrópu.
Ronaldo hefur hvað mest verið orðaður við Chelsea. Þá hafa Bayern Munchen og Napoli einnig verið nefnd til sögunnar. Öll félögin leika í Meistaradeildinni.
Búning Man Utd má sjá hér að neðan.
The collar is 🔙
How will you wear yours? 🔴#MUFC || @adidasFootball
— Manchester United (@ManUtd) July 8, 2022
🔴 @ManUtd's new home kit for 2022-23 👀 pic.twitter.com/nLwVILOUGC
— 433 (@433) July 8, 2022