Viðræður Chelsea og Manchester City um Nathan Ake, varnarmann síðarnefnda félagsins, eru að þróast í rétta átt. Times segir frá.
Hinn 27 ára gamli Ake var hjá Chelsea á sínum tíma en fór til Bournemouth 2017, þaðan sem Man City keypti hann á 50 milljónir punda árið 2020.
Nú virðist Hollendingurinn hins vegar vera á förum frá City. Hann er ekki fastamaður í byrjunarliðnu á Etihad.
Líklegast er að hans fyrrum félag, Chelsea, verði áfangastaðurinn.