Sóknarmaðurinn Trezeguet er farinn frá Aston Villa á Englandi en hann hefur gert samning við Trabzonspor.
Trezeguet hefur ekki heillað undanfarin tvö tímabil en meiðsli hafa sett stórt strik í reikning leikmannsins.
Þessi 27 ára gamli leikmaður var lánaður til Istanbul Basaksehir í byrjun árs og skoraði þar sex mörk í 10 deildarleikjum.
Trezeguet kom til Villa frá Kasimpasa fyrir þremur árum og hefur gert átta mörk í 56 leikjum í deild.
Nú hefur hann krotað undir hjá öðru tyrknensku félagi og gengur endanlega í raðir félagsins.