Manchester United hefur áhuga á Antony, leikmanni Ajax.
Antony er Brasilíumaður sem heillaði á síðustu leiktíð.
Það er þó eitt sem þvælist fyrir Man Utd. Það er að Ajax biður um 70 milljónir punda fyrir leikmann, eitthvað sem er alls ekki víst að Man Utd sé til í að borga.
Það er þó vel mögulegt að Man Utd fái annan leikmann frá Ajax, varnarmanninn Lisandro Martinez. Talið er að hann kosti um 45 milljónir punda.
Martinez er að upplagi miðvörður en getur einnig spilað í vinstri bakverði og á miðjunni.
Arsenal er einnig mjög áhugasamt um að fá Martinez til liðs við sig.