Michael Ballack, fyrrum knattspyrnumaður sem lék með félögum á borð við Chelsea og Bayern Munchen, er staddur á Ibiza með fyrirsætunni Sophia Schneiderhan.
Ballack hefur neitað því að hann sé í sambandi með Schneiderhan en það virðist nokkuð ljóst að þau eru að stinga nefjum saman.
Schneiderhan er 21 árs gömul en Ballack er 45 ára.
Í fyrra kom upp afar sorglegt atvik í lífi Ballack þegar sonur hans, Emilio, lést í bifhjólaslysi.
Schneiderhan og Emilio voru vinir. Því hafa hún og Michael þekkst í töluverðan tíma.
Ballack var áður giftur Simone Lambe. Þau skildu árið 2012 og eiga saman þrjú börn.