Þýskaland 4 – 0 Danmörk
1-0 Lina Magull(’21)
2-0 Lea Schuller(’57)
3-0 Lena Lattwein(’78)
4-0 Alexandra Popp(’86)
Þýskaland byrjar EM kvenna gríðarlega vel en liðið mætti Dönum í fyrsta leik sínum í riðlakeppninni í kvöld.
Þýskaland er með gríðarlega sterkt lið og var mun sterkari aðilinn í þessum leik sem fór fram í Brentford.
Þær þýsku höfðu betur sannfærandi 4-0 í öðrum leik dagsins en fyrr í dag vann Spánn lið Finnlands 4-1.
Þýskaland gerði enn betur og vann öruggan 4-0 sigur en liðið gerði þrjú af þeim mörkum í síðari hálfleik.