Spánn vann öruggan sigur á Finnum í B-riðli Evróumótsins fyrr í dag.
Linda Sallström kom Finnum óvænt yfir strax á fyrstu mínútu leiksins.
Irene Paredes svaraði hins vegar með jöfnunarmarki fyrir Spán rúmum 20 mínútum síðar og Aitana Bonmati kom þeim yfir skömmu fyrir leikhlé.
Þegar stundarfjórðungur lifði leiks bætti Lucia Garcia við marki fyrir þær spænsku og skömmu fyrir leikslok innsiglaði Mariona Caldentey 4-1 sigur.
Danmörk og Þýskaland eru einnig í B-riðli og mætast klukkan 19.