Angel Di Maria er mættur til Tórínó en hann er að ganga í raðir Juventus.
Teknar voru myndir af Di Maria í æfingatreyju Juventus, líkt og sjá má hér neðar.
Samningur 34 ára gamla Di Maria við Paris Saint-Germain rann út á dögunum og gengur hann því til liðs við Juventus á frjálsri sölu.
Di Maria hefur átt glæstan feril og leikið fyrir félög á borð við Real Madrid og Manchester United, auk Juve og PSG.
Argentínumaðurinn er ekki sá eini sem Juventus er að fá til liðs við sig því Paul Pogba er einnig á leiðinni.
Frakkinn kemur á frjálsri sölu frá Manchester United.
🚨 Angel Di Maria meets his new manager Massimiliano Allegri for the first time in Juventus colours. 🤍🖤
(📸 @juventusfc) pic.twitter.com/dwvO49HoNL
— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) July 8, 2022