Það bendir ekkert til þess að Njarðvík sé að fara að tapa leik í 2. deildinni og ætlar sér upp í Lengjudeildina.
Njarðvík vann góðan 2-0 heimasigur á ÍR í kvöld og var að vinna sinn tíunda leik í sumar af 11 leikjum.
Liðið hefur gert eitt jafntefli en það kom gegn Haukum þann 9. júní.
Haukar voru einnig í eldlínunni í kvöld og gerðu 2-2 jafntefli við Víking Ólafsvík.
Þróttur hafði verið á svakalegri siglingu undanfarnar vikur en þurfti að sætta sig við tap í kvöld.
Þróttur hafði ekki tapað leik síðan í fyrstu umferð gegn Njarðvík en steinlá 3-0 gegn Ægi í kvöld.
KF og Höttur/Huginn áttust einnig við og vann það síðarnefnda 2-1 sigur.
Njarðvík 2 – 0 ÍR
1-0 Sigurjón Már Markússon
2-0 Úlfur Ágúst Björnsson
Ægir 3 – 0 Þróttur R.
1-0 Renato Punyed Dubon
2-0 Ágúst Karel Magnússon
3-0 Cristofer Moises Rolin
Haukar 1 – 1 Víkingur Ó.
0-1 Víkingur Pálmason
1-1 Andri Steinn Ingvason
KF 1 – 2 Höttur/Huginn
1-0 Julio Cesar Fernandes
1-1 Matheus Bettio Gotler
1-2 Rafael Alexandre Romao Victor