Breiðablik heimsótti Santa Coloma frá Andorra í fyrstu umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar í dag.
Búist var við yfirburðum Blika í leiknum en svo varð ekki.
Það byrjaði þó vel því Ísak Snær Þorvaldsson kom þeim yfir með marki eftir skrautlegan varnarleik heimamanna.
Breiðablik náði þó ekki að fylgja markinu eftir og taka yfir leikinn. Santa Coloma fékk þá sín færi til að jafna.
Lokatölur urðu 0-1, Breiðabliki í vil.
Liðið fer því með forystu í seinni leikinn. Hann verður spilaður á Kópavogsvelli eftir slétta viku.