fbpx
Fimmtudagur 20.mars 2025
433Sport

Harðorður Piers hjólar í allt og alla – „Ríkir, hrokafullir og heimskir“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 6. júlí 2022 14:00

Piers lætur keppendur Love Island meðal annars heyra það í pistlinum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ef þú mættir velja fyrirmynd fyrir börnin þín, önnur yrði Cristiano Ronaldo og hin yrði Love Island-keppandi. Hvort myndirðu velja.“ Svona hefst harðorður pistill Piers Morgan á The Sun.

Morgan og Ronaldo eru mestu mátar og dásamar Bretinn knattspyrnustjörnuna í þessum pistli sínum.

„Önnur fyrirmyndin er besti knattspyrnumaður allra tíma, ótrúlega mikill íþróttamaður sem leggur hart að sér. Hin, þá meina ég almennt en ég óttast að þetta sé nákvæmt, er löt, ofdekruð, veruleikafirrtur hálfviti sem heldur að árangur og frægð fáist með heiladauðum þætti í sjónvarpinu.“

Morgan heldur áfram og bætir bara í. „Þrátt fyrir þetta er margt ungt fólk sem hallast að Love Island-lífsstílnum. Þau vita að það er auðveldara en að vinna fyrir sér eða að þróa sig áfram og rækta hæfileika.“

„Ég hugsaði út í þessa sorglegu staðreynd þegar ég heyrði fréttirnar um að Ronaldo vildi fara frá Manchester United því hann telur að félagið deili ekki sínum mikla metnaði.“

„Ronaldo telur ekki bara að félagið sé illa rekið miðað við þegar hann var hér fyrst, heldur eru margir ungir leikmenn sem hafa bara ekki það viðhorf þegar kemur að því að sigra og hann hefur enn. Það hatar enginn að tapa meira en Ronaldo.“

Morgan hraunar yfir núverandi leikmenn Man Utd. „Það er fjöldi leikmanna hjá félaginu núna sem fá rosalega vel borgað fyrir miðlungs frammistöður. Eina ástríðan þeirra er fyrir því sem þeir gera utan vallar. Þeir eru Love Island-keppendur fótboltans, ég get lofað ykkur því að þeir horfa allir á það.“

„Það eru vitleysingar þarna úti sem skrifa um fótbolta sem segja að hann hafi verið vandamálið á síðustu leiktíð. Hann var það eina sem stoppaði United frá því að vera í fallbaráttu.“

Morgan skilur Ronaldo vel að vilja fara frá Man Utd. Hann hefur verið orðaður við félög á borð við Chelsea, Bayern og Napoli. „Af hverju myndi Ronaldo eyða annari sekúndu af sínum ótrúlega dýrmæta tíma og hæfileikum í að þróa áfram helling af oflaunuðum prímadonnum þegar þeir hafa ekki einu sinni áhuga á því.“

Morgan segir að Ronaldo hafi lært af leikmönnum eins og Roy Keane hjá Man Utd á sínum yngri árum en að leikmenn í dag gætu ekki lært af Ronaldo. „Þeir eru of ríkir, hrokafullir, heimskir og skortir alla hógværð til að læra af þeim besta í sögunni. Samt eru bikaraskápar þeirra svo tómir að köngulær fara ekki einu sinni þar inn, úr hræðslu við að verða einmanna.“

Pistil Morgan í heild sinni má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Biðja um sannleikann eftir að drengurinn lést í gær degi fyrir 19 ára afmælið sitt

Biðja um sannleikann eftir að drengurinn lést í gær degi fyrir 19 ára afmælið sitt
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Latur Mason Greenwood gæti fengið sparkið í sumar

Latur Mason Greenwood gæti fengið sparkið í sumar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ráðleggur Bruno að fara burt frá United

Ráðleggur Bruno að fara burt frá United
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sýnir upphæðina sem hún var rukkuð um á veitingastað í höfuðborginni – Brá við að sjá töluna

Sýnir upphæðina sem hún var rukkuð um á veitingastað í höfuðborginni – Brá við að sjá töluna
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Annað högg í maga íslenska liðsins

Annað högg í maga íslenska liðsins