England 1 – 0 Austurríki
1-0 Bethany Mead (’16)
Opnunarleikur EM kvenna fór fram í kvöld en þar áttust við England og Austurríki á Old Trafford.
Biðin eftir EM er nú loks á enda en Ísland mun taka þátt í lokakeppninni og hefur leik eftir þrjá daga.
Heimamenn í Englandi sigruðu opnunarleikinn tæplega en aðeins eitt mark var skorað og það gerði Bethany Mead.
Mead kom boltanum í netið eftir 16 mínútur en í kringum 70 þúsund áhorfendur voru mættir til að sjá leikinn sem er frábær árangur.