fbpx
Fimmtudagur 20.mars 2025
433Sport

Umboðsmaður Ronaldo íhugar að gera hið ófyrirgefanlega

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 5. júlí 2022 10:00

Cristiano Ronaldo

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo er sterklega orðaður frá Manchester United þessa stundina.

Portúgalinn sneri aftur til félagsins síðasta sumar, tólf árum eftir að hann yfirgaf það fyrir Real Madrid.

Fyrsta tímabilið eftir endurkomuna var enginn draumur í dós. Sjálfur átti Ronaldo fínasta tímabil en Man Utd hafnaði þó í sjötta sæti.

Ronaldo hefur engan áhuga á að leika í Evrópudeildinni á næstu leiktíð og er því sagur leita sér að félagi í Meistaradeild Evrópu.

Chelsea hefur verið nefnt til sögunnar og nú síðast hefur Barcelona bæst við í hóp áhugasamra félaga, ef marka má frétt AS á Spáni.

Blaðið segir að Jorge Mendes, umboðsmaður Ronaldo, hafi rætt hugsanleg félagaskipti við Barcelona.

Ronaldo var hjá erkifjendum Börsunga í Real Madrid frá 2009 til 2018. Það er því ljóst að stuðningsmenn síðarnefnda félagsins myndu seint fyrirgefa honum, færi hann til Katalóníufélagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Dyrnar standa opnar fyrir Salah

Dyrnar standa opnar fyrir Salah
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gylfi Þór spilar sinn fyrsta leik

Gylfi Þór spilar sinn fyrsta leik
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Liðsfélagi Alberts sem hefur slegið í gegn orðaður við Arsenal

Liðsfélagi Alberts sem hefur slegið í gegn orðaður við Arsenal
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sádarnir vilja einn besta varnarmann enska boltans í sumar

Sádarnir vilja einn besta varnarmann enska boltans í sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Bjóða Angel 18 milljónir á viku en það dugar líklega ekki til

Bjóða Angel 18 milljónir á viku en það dugar líklega ekki til
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hertz kemur inn fyrir Eitt Sett en aðrir framlengja við Bestu deildina

Hertz kemur inn fyrir Eitt Sett en aðrir framlengja við Bestu deildina
433Sport
Í gær

Fékk sér skemmtilegt húðflúr eftir helgina – Sjáðu myndina

Fékk sér skemmtilegt húðflúr eftir helgina – Sjáðu myndina
433Sport
Í gær

Lygilegar lýsingar frá kvöldinu fyrir brúðkaupið – Horfði á allsberar konur og endaði í fangaklefa

Lygilegar lýsingar frá kvöldinu fyrir brúðkaupið – Horfði á allsberar konur og endaði í fangaklefa