fbpx
Fimmtudagur 20.mars 2025
433Sport

Meistaradeildin: Dómarinn varð Víkingum að falli í Svíþjóð – Helgi skoraði gríðarlega mikilvægt mark

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 5. júlí 2022 18:52

Kristall fékk fáránlegt rautt spjald.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Malmö 3 – 2 Víkingur R.
1-0 Martin Olsson (’16)
1-1 Kristall Máni Ingason (’38)
2-1 Ola Toivonen (’42)
3-1 Veljko Birmancevic (’84)
3-2 Helgi Guðjónsson
Rautt spjald: Kristall Máni Ingason, Víkingur R. (’39)

Víkingur Reykjavík hóf leik í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld er liðið spilaði við Malmö frá Svíþjóð ytra.

Um var að ræða fyrri leik liðanna af tveimur en Malmö kemur svo til Íslands í heimsókn þann 12. júní næstkomandi.

Það varð allt vitlaust í þessum fyrri leik liðanna í kvöld og þá sérstaklega í fyrri hálfleik eins og mikið hefur verið fjallað um.

Malmö tók forystuna á 16. mínútu fyrri hálfleiks er Martin Olsson kom boltanum í netið.

Kristall Máni Ingason átti mjög góðan hálfleik fyrir Víkinga og tókst að jafna metin fyrir Víkinga á 38. mínútu en hann var þá á gulu spjaldi.

Kristall fékk að líta sitt annað gula spjald eftir að hafa skorað markið fyrir að ‘sussa’ á áhorfendur sem var alveg galin dómgæsla frá dómara kvöldsins.

Dómarinn virtist aldrei vera með tök á þessum leik en samtals fóru sjö gul spjöld á loft í fyrri hálfleik ef tekið er spjöld Kristals með.

Malmö nýtti sér liðsmuninn stuttu eftir rauða spjald Kristals er Ola Toivonen kom boltanum í netið með skalla eftir fyrirgjöf.

Malmö var eins og gefur að skilja betri aðilinn í seinni hálfleik og tókst að bæta við marki á 84. mínútu og útlitið ekki of gott.

Helgi Guðjónsson elskar að skora mörk og náði hann að minnka muninn fyrir Víkinga á 94. mínútu með marki sem gæti skipt gríðarlega miklu máli.

Milos Milojevic er þjálfari Malmö en hann var áður hjá bæði Víking og Breiðablik hér heima.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hafnar frábæru boði frá London

Hafnar frábæru boði frá London
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Dyrnar standa opnar fyrir Salah

Dyrnar standa opnar fyrir Salah
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Annað högg í maga íslenska liðsins

Annað högg í maga íslenska liðsins
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Liðsfélagi Alberts sem hefur slegið í gegn orðaður við Arsenal

Liðsfélagi Alberts sem hefur slegið í gegn orðaður við Arsenal
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Taprekstur á Akureyri sem skilaði titli – Bónusar til leikmanna hluti af þeirri ástæðu

Taprekstur á Akureyri sem skilaði titli – Bónusar til leikmanna hluti af þeirri ástæðu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Bjóða Angel 18 milljónir á viku en það dugar líklega ekki til

Bjóða Angel 18 milljónir á viku en það dugar líklega ekki til