fbpx
Miðvikudagur 19.mars 2025
433Sport

Rúnar var spurður út í gagnrýni Kára Árna – „Stend við þessi orð“

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 2. júlí 2022 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður Arsenal og íslenska landsliðsins, var gestur í nýjasta þætti Chess After Dark. Þar fór hann yfir víðan völl.

Hann var meðal annars spurður út í þá gagnrýni sem karlalandsliðið fékk í síðasta landsleikjaglugga. Sérstaklega var tekin fyrir gagnrýni Kára Árnasonar, fyrrum landsliðsmanns til margra ára. Hann gagnrýndi hugarfar leikmanna og leik á æfingum, svo eitthvað sé nefnt.

„Ég er búin að sjá klippur af æfingum, þetta er serious buisness. Það brunnu allir heitar fyrir landsliðið en félagsliðið hjá okkur,“ sagði Kári á setti Viaplay eftir leik Íslands og San Marínó í síðasta mánuði. Hann og Rúrik Gíslason voru sérfræðingar í setti.

„Það vill þannig til að það er gaman að spila fótbolta. Þetta eiga að vera keppnismenn, það sem ég er að sjá af æfingum að þá eru þetta fíflalæti. Ég þoldi ekki svona, einhverjir leikir. Köttur og mús eða eltingaleikur, hvað er næst? Dimmalimm,“ sagði Kári einnig og var honum ekki skemmt.

„Mér fannst fullt af þessari gagnrýni ósanngjörn en líka alveg fullt sem átti rétt á sér. Við erum ekkert yfir það hafnir að það sé verið að gagnrýna okkur, en gagnrýni þarf að vera rétt borin fram. Það er enginn gagnrýni að segja „þessir kjúklingar eru ömurlegir“ og reyna að vera sniðugur með íslensku. Það verður að meika sense, það sem er sagt. Það var fullt sem maður sá og gat ekki annað en hrist hausinn yfir. Ég stend klárlega við þessi orð,“ sagði Rúnar Alex og átti þá við orð sín þar sem hann skaut á marga gagnrýnendur í síðasta landsleikjahléi.

Rúnar Alex lék á láni hjá Leuven í Belgíu á síðustu leiktíð. Nú snýr hann aftur til æfinga hjá Arsenal en framtíð hans er í óvissu.

„Það er ekki komið á hreint hvað gerist í sumar, hann er bara að fara til æfinga hjá Arsenal núna,“ sagði Magnús Agnar Magnússon, umboðsmaður Rúnars, í samtali við 433.is í vikunni.

Arsenal hefur gengið frá kaupum á Matt Turner en fyrir eru félagið með Aaron Ramsdale og Bernd Leno í sínum röðum. Búist er við að Leno fari í sumar og meiri líkur en minni eru á því að Rúnar fari frá Arsenal.

Rúnar er 27 ára gamall en hann hefur spilað fyrir Nordsjælland, Dijon, Arsenal og nú síðast Leuven á ferli sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Líklegt fyrsta byrjunarlið Thomas Tuchel sem þjálfari Englands

Líklegt fyrsta byrjunarlið Thomas Tuchel sem þjálfari Englands
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

United staðfestir að Old Trafford yrði nothæfur á meðan nýr völlur yrði byggður

United staðfestir að Old Trafford yrði nothæfur á meðan nýr völlur yrði byggður
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Valur með rausnarlegt tilboð í Andi Hoti

Valur með rausnarlegt tilboð í Andi Hoti
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sögulegur ársreikningur í Fossvogi: Tekjurnar vel yfir milljarð og rosalegur hagnaður

Sögulegur ársreikningur í Fossvogi: Tekjurnar vel yfir milljarð og rosalegur hagnaður
433Sport
Í gær

Valur í undanúrslit Lengjubikarsins – Rautt spjald og vítaspyrnukeppni

Valur í undanúrslit Lengjubikarsins – Rautt spjald og vítaspyrnukeppni
433Sport
Í gær

Lykilmaður fyrir Heimir Hallgrímsson vill fara frá Liverpool – Bournemouth telur sig leiða kapphlaupið

Lykilmaður fyrir Heimir Hallgrímsson vill fara frá Liverpool – Bournemouth telur sig leiða kapphlaupið