KR 0 – 3 Víkingur R.
0-1 Nikolaj Andreas Hansen (’30, víti)
0-2 Pablo Oshan Punyed Dubon (’64)
0-3 Halldór Smári Sigurðsson (’81)
Víkingar eru nú átta stigum á eftir toppliði Breiðabliks eftir leik við KR í 11. umferð deildarinnar í kvöld.
Víkingar heimsóttu KR á Meistaravelli í eina leik kvöldsins og höfðu betur með þremur mörkum gegn engu.
Fyrsta mark leiksins gerði Nikolaj Hansen úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik sem var dæmd á Kennie Chopart.
Pablo Punyed og Halldór Smári Sigurðsson bættu svo við tveimur mörkum í seinni hálfleik í þægilegum sigri Víkings.
Víkingar eru í öðru sætinu með 22 stig en KR er í því sjötta með 16 stig eftir nú 12 leiki.