Vængmaðurinn Raphinha virðist vera á leiðinni til Chelsea en hann er í dag samningsbundinn Leeds.
Chelsea borgar í kringum 60 til 65 milljónir punda fyrir Raphinha sem var lengi orðaður við bæði Arsenal og Barcelona.
Félagið er einnig á eftir Raheem Sterling kantmanni Manchester City og er búist við að hann komi til félagsins.
Chelsea vantar svo miðverði en Andreas Christensen og Antonio Rudiger fóru báðir frítt í sumar.
Svona gæti lið Chelsea litið út á næstu leiktíð.