Anthony Elanga er í mjög góðu standi eftir sumarfríið. Hann undirbýr sig undir nýtt tímabil með Manchester United.
Á dögunum sýndi hann frá því þegar hann stökk upp á kassa sem samtals voru í 1,60 metra hæð. Er það aðeins tíu sentimetrum frá heimsmeti Chris Spell.
Elanga er Svíi sem braut sér leið inn í aðallið Man Utd á síðustu leiktíð. Hann hafði verið í unglingastarfi félagsins frá því 2015. Þar áður var hann hjá Malmö í heimalandinu.
Vængmaðurinn lék 21 leik með Man Utd í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.
Elanga á að baki fimm landsleiki fyrir hönd Svíþjóðar. Í þeim hefur hann skorað eitt mark.