fbpx
Miðvikudagur 19.mars 2025
433Sport

Fengu ógeðsleg skilaboð eftir mistök Rúnars – Sagðist vona að börnin hans fengju krabbamein

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 29. júní 2022 22:00

Rúnar Alex Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður Arsenal, var gestur í nýjasta þætti Chess After Dark. Þar fór hann yfir víðan völl.

Rúnar Alex Rúnarsson sagði meðal annars að fjölskylda hans hafi fengið ógeðfelld skilaboð á samfélagsmiðlum eftir að markvörðurinn átti slakan leik með Arsenal í tapi gegn Manchester City í enska deildabikarnum í lok árs 2020.

„Um leið og ég vissi af þessum áhuga Arsenal þá breytti ég Instagram-reikningnum mínum þannig að enginn gat kommentað, enginn sem ég þekkti ekki gat sent mér skilaboð því ég vissi bara að þetta var of stórt til þess að geta ráðið við þetta sjálfur. Og ég eyddi Twitter,“ sagði Rúnar Alex.

Rúnar fór nokkuð vel af stað með Arsenal í riðlakeppni Evrópudeildarinnar á sinni fyrstu leiktíð. Svo átti hann hins vegar dapran dag gegn Man City. „Ég varð ekkert var við einhverja umfjöllun nema bara að ég skoða íslenska fjölmiðla og að kærastan mín er að fá einhver viðbjóðsleg skilaboð á Instagram, og mamma mín og pabbi. Það er það eina sem ég fæ að vita og sjá,“ sagði Rúnar um viðbrögð stuðningsmanna á samfélagsmiðlum.

„Það er alveg hræðilegt að vita það að mamma mín og pabbi séu að fá einhver skilaboð og barnsmóðir mín, versta sem ég veit.“ 

Rúnar sagði að þó hann skilja að stuðningsmenn séu ástríðufullir geti hann ekki skilið hvað fær suma til að skrifa eins ógeðfelld skilaboð og raun bar vitni. „Ég skil ekki að af því einhver gæi í einhverju öðru landi á einhverjum fótboltavelli eigi lélegan leik þá þurfir þú að senda að hann voni að börnin mín fái krabbamein.“

Rúnar Alex lék á láni hjá Leuven í Belgíu á síðustu leiktíð. Nú snýr hann aftur til æfinga hjá Arsenal en framtíð hans er í óvissu.

„Það er ekki komið á hreint hvað gerist í sumar, hann er bara að fara til æfinga hjá Arsenal núna,“ sagði Magnús Agnar Magnússon, umboðsmaður Rúnars, í samtali við 433.is í gær.

Arsenal hefur gengið frá kaupum á Matt Turner en fyrir eru félagið með Aaron Ramsdale og Bernd Leno í sínum röðum. Búist er við að Leno fari í sumar og meiri líkur en minni eru á því að Rúnar fari frá Arsenal.

Rúnar er 27 ára gamall en hann hefur spilað fyrir Nordsjælland, Dijon, Arsenal og nú síðast Leuven á ferli sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Fær morðhótanir af því hann er hommi

Fær morðhótanir af því hann er hommi
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Arsenal opnar samtalið við sinn besta leikmann

Arsenal opnar samtalið við sinn besta leikmann
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gæti fengið bann á Instagram fyrir þessar myndir – Gegnsæ nærföt

Gæti fengið bann á Instagram fyrir þessar myndir – Gegnsæ nærföt
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Elmar Atli fékk væga refsingu fyrir veðmálabrot sín

Elmar Atli fékk væga refsingu fyrir veðmálabrot sín
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Aron Einar nánast útilokar það að spila með Þór á Íslandi í sumar

Aron Einar nánast útilokar það að spila með Þór á Íslandi í sumar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Kristinn Freyr framlengir á Hlíðarenda – „Á meðan það eru ennþá töfrar í löppunum á Kidda þá verður hann í Val“

Kristinn Freyr framlengir á Hlíðarenda – „Á meðan það eru ennþá töfrar í löppunum á Kidda þá verður hann í Val“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Vill nýjan samning og vera í spænsku höfuðnborginni til fertugs

Vill nýjan samning og vera í spænsku höfuðnborginni til fertugs
433Sport
Í gær

Yfirgefur starf í ensku úrvalsdeildinni fyrir næstefstu deild í Sádi-Arabíu

Yfirgefur starf í ensku úrvalsdeildinni fyrir næstefstu deild í Sádi-Arabíu