fbpx
Miðvikudagur 19.mars 2025
433Sport

Allt klappað og klárt milli Inter, Chelsea og Lukaku – ,,Nú er að njóta endurkomunnar“

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 29. júní 2022 17:23

Það er svolítið síðan Romelu Lukaku spilaði fyrir Chelsea. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Romelu Lukaku, framherji enska knattspyrnuliðsins Chelsea er á leið til síns gamla félags Inter Milan á láni. Frá þessu greinir Fabrizio Romano á samfélagsmiðlinum Twitter.

Þar vitnar Romano í ummæli sem ráðgjafi Lukakus, Sébastien Ledure lét falla í samtali við Sky Italia.

,,Það er búið að skrifa undir öll nauðsynleg gögn. Inter sem og nýju eigendur Chelsea hafa staðið sig frábærlega í þessum skiptum. 

Þá vildi Sébastien ekkert segja til um það hvað myndi gerast að loknum lánssamningnum á næsta ári. ,,Við vitum ekki hvað gerist en sjáum til árið 2023. Nú þarf hann (Lukaku) bara að njóta endurkomunnar.“

Lukaku gekk til liðs við Chelsea fyrir síðasta tímabil frá Inter Milan fyrir risa upphæð. Hlutirnir hafa hins vegar ekki gengið upp hjá honum hjá enska úrvalsdeildarfélaginu og í kjölfar umdeilds viðtals sem birtist undir lok síðasta árs virtist vera sem svo að dagar hans hjá Chelsea væru að renna sitt skeið og það mun fyrr en flestir reiknuðu með.

Í viðtalinu sem Lukaku fór í hjá Sky Italia lýsti hann yfir löngun sinni til að snúa aftur til Inter Milan aðeins nokkrum mánuðum eftir að hann fór frá félaginu. Lukaku verður nú að ósk sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Fær morðhótanir af því hann er hommi

Fær morðhótanir af því hann er hommi
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Arsenal opnar samtalið við sinn besta leikmann

Arsenal opnar samtalið við sinn besta leikmann
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gæti fengið bann á Instagram fyrir þessar myndir – Gegnsæ nærföt

Gæti fengið bann á Instagram fyrir þessar myndir – Gegnsæ nærföt
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Elmar Atli fékk væga refsingu fyrir veðmálabrot sín

Elmar Atli fékk væga refsingu fyrir veðmálabrot sín
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Aron Einar nánast útilokar það að spila með Þór á Íslandi í sumar

Aron Einar nánast útilokar það að spila með Þór á Íslandi í sumar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Kristinn Freyr framlengir á Hlíðarenda – „Á meðan það eru ennþá töfrar í löppunum á Kidda þá verður hann í Val“

Kristinn Freyr framlengir á Hlíðarenda – „Á meðan það eru ennþá töfrar í löppunum á Kidda þá verður hann í Val“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Vill nýjan samning og vera í spænsku höfuðnborginni til fertugs

Vill nýjan samning og vera í spænsku höfuðnborginni til fertugs
433Sport
Í gær

Yfirgefur starf í ensku úrvalsdeildinni fyrir næstefstu deild í Sádi-Arabíu

Yfirgefur starf í ensku úrvalsdeildinni fyrir næstefstu deild í Sádi-Arabíu