fbpx
Mánudagur 03.febrúar 2025
433Sport

William Cole Campbell yfirgefur Kópavoginn og er mættur til Þýskalands

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 28. júní 2022 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

William Cole Campbell er mættur til Dortmund eftir að hafa samið við félagið á dögunum. Eftir að hafa skrifað undir hjá Dortmund fór William frá FH til Breiðabliks.

Campbell er 16 ára gamall og á íslenska móður og bandarískan föður. Bayern Munchen hafði einnig áhuga á Campbell sem lék sinn fyrsta leik fyrir FH á síðustu leiktíð og hefur verið eftirsóttur af félögum víðsvegar um Evrópu.

Campbell lék einn leik með Breiðablik í efstu deild en er nú mættur út til Þýskalands.

Campbell er sóknarþenkjandi miðjumaður og á fimm leiki að baki fyrir U17 ára landslið Íslands og hefur skorað í þeim tvö mörk. Hann mun spila fyrir unglinga- og varalið Dortmund á næstu leiktíð.

Campbell hefur áður greint frá því að hann vilji feta í fótspor móður sinnar, Rakelar Bjarkar Ögmundsdóttur, og spila fyrir íslenska A-landsliðið í framtíðinni en Rakel lék á sínum tíma fyrir íslenska kvennalandsliðið og skoraði sjö mörk í tíu leikjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fyrstur í sögu félagsins til að skora tvær þrennur í röð

Fyrstur í sögu félagsins til að skora tvær þrennur í röð
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

England: Mateta kláraði Manchester United – Tottenham með flottan sigur

England: Mateta kláraði Manchester United – Tottenham með flottan sigur
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Bætti met Haaland – ,,Hlýt að vera gera eitthvað rétt“

Bætti met Haaland – ,,Hlýt að vera gera eitthvað rétt“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum
Bayern gefst upp í bili
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Salah kominn í sjötta sætið – Aðeins sjö mörk í næstu goðsögn

Salah kominn í sjötta sætið – Aðeins sjö mörk í næstu goðsögn
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Líflína fyrir leikmann Chelsea – Fer hann fyrir gluggalok?

Líflína fyrir leikmann Chelsea – Fer hann fyrir gluggalok?
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu umdeilda atvik gærdagsins – Voru dómararnir góðir við Liverpool?

Sjáðu umdeilda atvik gærdagsins – Voru dómararnir góðir við Liverpool?
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Slot um stöðuna: ,,Aldrei gott þegar leikmaður biður um skiptingu“

Slot um stöðuna: ,,Aldrei gott þegar leikmaður biður um skiptingu“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Telja morgunljóst að fyrsti brottrekstur ársins á Íslandi verði þarna – „Mér finnst þetta bara svo lélegt“

Telja morgunljóst að fyrsti brottrekstur ársins á Íslandi verði þarna – „Mér finnst þetta bara svo lélegt“