Mariano Diaz hefur beðið um sölu frá Real Madrid en hann er alls ekki inni í myndinni hjá Carlo Ancelotti, stjóra liðsins.
Framherjinn gekk aftur í raðir Real Madrid árið 2018 fyrir 23 milljónir punda eftir mjög gott ár hjá Lyon í Frakklandi.
Undanfarin fjögur ár hefur Mariano aðeins byrjað 12 leiki í deild fyrir Real og tekst ekki að vinna sér inn sæti í byrjunarliðinu.
Mariano á eitt ár eftir af samningi sínum við Real en hann er orðinn 28 ára gamall og heimtar að fá að fara í sumar.
Það er ekki stærsta vandamál Ancelotti en á sama tíma er hann ekki eini framherjinn sem vill fá að fara.
Luka Jovic er einnig að leitast eftir því að komast burt í sumar en hann kom til félagsins fyrir 52 milljónir punda fyrir þremur árum og hefur lítið getað.
Jovic sættir sig við það að hann sé ekki númer eitt á blaði í Madríd eftir að hafa skorað þrjú mörk í 51 leik fyrir félagið.