Sadio Mane gekk í raðir Bayern Munchen frá Liverpool á dögunum. Hann mun þéna ansi hraustlega í Bæjaralandi.
Mane eyddi sex árum hjá Liverpool og stóð sig frábærlega. Hann átti aðeins ár eftir af samningi sínum og vildi ekki skrifa undir. Liverpool vildi því selja og fékk fyrir hann rúmar 35 milljónir punda.
Hjá Liverpool þénaði Mane um 100 þúsund pund á viku.
Samkvæmt Bild mun Senegalinn þéna um 17 milljónir punda á ári hjá Bayern. Ljóst er að það þrefaldar laun hans á Anfield og rúmlega það.
Mane skrifaði undir til ársins 2025 og mun samningurinn því í heild færa honum 51 milljón punda.