Harry Maguire fyrirliði Manchester United gekk í það heilaga um helgina en hann og Fern Hawkins giftu sig í Frakklandi.
Brúðkaupið kostaði 500 þúsund pund samkvæmt enskum blöðum eða rúmar 80 milljónir króna.
Jack Grealish leikmaður Manchester City og liðsfélagi Maguire í enska landsliðinu var eins og oft áður allt í öllu.
Grealish hefur notið sín í sumar og hann hélt áfram í Frakklandi þar sem hann dansaði um á brókinni á hótelherbergi sínu.
Sasha Attwood unnusta Grealish var með í för en Grealish var á dögunum í Las Vegas þar sem hann skemmti sér vel.