Xavi, stjóri Barcelona, er að reyna að sannfæra Ousmane Dembele um að vera um kyrrt hjá félaginu.
Dembele er orðaður við mörg félög þessa dagana og þá sérstaklega Chelsea sem ku hafa mikinn áhuga á að fá hann í sínar raðir.
Xavi hefur þó engan áhuga á að losa Dembele og hefur hringt í hann persónulega til að reyna að sannfæra hann um að vera áfram.
Það er L’Equipe sem greinir frá þessu en Xavi neitar að gefast upp og er sannfærður um að hann geti fengið Frakkann til að halda sig hjá Barcelona.
Dembele öðlaðist nýtt líf hjá Barcelona eftir að Xavi tók við en hann var í kuldanum hjá Ronald Koeman sem var áður við stjórnvölin.
Dembel er 25 ára gamall og vann áður með Thomas Tuchel, stjóra Chelsea, hjá Dortmund í Þýskalandi.