Manchester United hefur hafið undirbúningstímabil sitt undir stjórn Erik ten Hag en hollenski þjálfarinn er með sína fyrstu æfingu í dag.
Leikmenn sem ekki tóku þátt í landsleikjum eru mættir til æfinga en aðrir mæta eftir viku til æfinga hjá Ten Hag.
Anthony Martial, David De Gea, Luke Shaw, Donny van de Beek og fleiri voru mættir til æfinga ásamt ungum leikmönnum.
United hefur ekki keypt neinn leikmann í sumar og hafa margir stuðningsmenn félagsins áhyggjur af stöðu mála.
United var i krísu á síðustu leiktíð og verkefnið hjá Ten Hag er erfitt.