fbpx
Miðvikudagur 19.mars 2025
433Sport

Launakröfur Mane voru ekki of háar – ,,Þessar tölur voru rangar“

Victor Pálsson
Mánudaginn 27. júní 2022 19:05

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umboðsmaður Sadio Mane þvertekur fyrir það að leikmaðurinn hafi beðið um of há laun hjá Liverpool sem varð til þess að hann skrifaði undir hjá Bayern Munchen.

Mane er genginn í raðir Bayern eftir sex mjög góð ár á Anfield en hann átti aðeins eitt ár eftir af samningi sínum.

Margir miðlar fjölluðu um það að launakröfur Mane væru of háar og Liverpool hafi þess vegna neyðst til að selja Senegalann í sumar.

,,Þetta eru bull sögusagnir. Leikmaður á borð við Sadio getur ekki verið að þéna þessar upphæðir sem fólk talar um. Þessar tölur voru rangar,“ sagði Bacary Cisse, umboðsmaður Mane.

,,Sadio var nú þegar að þéna mun meira en þegar hann kom fyrst frá Southampton, hann framlengdi árið 2018 og laun hans voru mun hærri en það sem talað var um í fjölmiðlum.“

Mane kostaði Bayern 35 milljónir evra en hann er þrítugur að aldri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Myndband: Mætti seint á fyrsta degi – „Sumir myndu senda ykkur burt strax“

Myndband: Mætti seint á fyrsta degi – „Sumir myndu senda ykkur burt strax“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Myndband af óhappi í líkamsræktarstöð vekur athygli – Margir furða sig á að enginn hafi hjálpað

Myndband af óhappi í líkamsræktarstöð vekur athygli – Margir furða sig á að enginn hafi hjálpað
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Spreðaði 17 milljónum í afmæli í höfuðborginni – „Hann hefði fengið tíu ára fangelsi“

Spreðaði 17 milljónum í afmæli í höfuðborginni – „Hann hefði fengið tíu ára fangelsi“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Óttast þessa þrjá leikmenn Íslands mest

Óttast þessa þrjá leikmenn Íslands mest