Miðjumaðurinn Fernandinho hefur skrifað undir samning við Atletico Paranaense í heimlandinu, Brasilíu.
Fernandinho skrifar undir samning við Atletico til tveggja ára og kemur á frjálsri sölu.
Þessi fyrrum fyrirliði Manchester City er að semja við uppeldisfélag sitt en hann er í dag 37 ára gamall.
Fernandinho lék með aðalliði Atletico frá 2002 til 2005 en var síðar farinn til Shakhtar Donetsk og svo Man C ity.
Fernandinho á einnig að baki 53 landsleiki fyrir Brasilíu.