fbpx
Miðvikudagur 19.mars 2025
433Sport

Fékk loforð um að mega drekka og fara út á lífið ef hann myndi skrifa undir

Victor Pálsson
Sunnudaginn 26. júní 2022 15:15

Nasri í leik með Manchester City á sínum tíma.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samir Nasri hefur útskýrt af hverju hann ákvað að semja við Sevilla árið 2016 og er ástæðan heldur betur undarleg.

Nasri gat þar unnið með Jorge Sampaoli sem var stjóri spænska liðsins en hann var gríðarlegur aðdáandi franska miðjumannsins.

Nasri hefur lagt skóna á hilluna en hann gerði garðinn frægan með Arsenal og Manchester City en gekk í raðir Sevilla á láni árið 2016 og spilaði 23 deildarleiki.

Sampaoli var tilbúinn að gera allt til að fá Nasri í sínar raðir og fékk hann leyfi til að drekka áfengi og kíkja út á lífið svo lengi sem hann myndi spila vel um helgar.

,,Ég átti mjög gott samband við Sampaoli, hann var meira vinur minn en þjálfari,“ sagði Nasri í samtali við Reuters.

,,Sampaoli líkaði svo vel við mig að hann sagði við mig: ‘Komdu í okkar lið, þú getur drukkið áfengi og farið út á lífið, gerðu það sem þú vilt og ég sé um þig. Það eina sem ég bið um er að þú spilir vel um helgar.’

,,Eina helgi þá gat ég ekki spilað og vildi fara heim til að hitta fjölskylduna og hann bauðst til að sjá um húsið mitt og hundinn minn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Myndband: Mætti seint á fyrsta degi – „Sumir myndu senda ykkur burt strax“

Myndband: Mætti seint á fyrsta degi – „Sumir myndu senda ykkur burt strax“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Myndband af óhappi í líkamsræktarstöð vekur athygli – Margir furða sig á að enginn hafi hjálpað

Myndband af óhappi í líkamsræktarstöð vekur athygli – Margir furða sig á að enginn hafi hjálpað
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Spreðaði 17 milljónum í afmæli í höfuðborginni – „Hann hefði fengið tíu ára fangelsi“

Spreðaði 17 milljónum í afmæli í höfuðborginni – „Hann hefði fengið tíu ára fangelsi“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Óttast þessa þrjá leikmenn Íslands mest

Óttast þessa þrjá leikmenn Íslands mest