Það er búið að bjóða Chelsea að semja við stórstjörnuna Cristiano Ronaldo en the Telegraph greinir frá þessu.
Samkvæmt Telegraph sem og blaðamanninum virta David Ornstein þá fundaði Chelsea með umboðsmanni Ronaldo, Jorge Mendes.
Ronaldo spilar með Manchester United og búast Rauðu Djöflarnir við að hann verði áfram á næstu leiktíð.
Það er óljóst hvort Chelsea hafi áhuga á að semja við Ronaldo en liðið hefur aðallega horft til Raheem Sterling.
Erik ten Hag er orðinn stjóri Man Utd og vill hann gera Ronaldo að helsta vopni sínu í sóknarlínunni.