Knattspyrnumennirnir Lionel Messi og Cesc Fabregas slaka nú á í fríi ásamt fjölskyldum sínum á einkaeyju á Ibiza.
Messi og Fabregas ólust saman upp hjá Barcelona og léku svo aftur saman hjá félaginu á árunum 2011 til 2014. Í dag er Messi kominn til Paris Saint-Germain á meðan Fabregas er nýfarinn frá Monaco.
Þeir og fjölskyldur þeirra deila nú lúxushúsi á einkaeyjunni. Það kostar um 42 milljónir íslenskra króna á viku.
Húsið inniheldur sex svefnherbergi, líkamsrækt, sundlaug og 22 starfsmenn sem hjálpa fjölskyldunum með það sem þau þurfa á að halda.
Messi er þar ásamt konu sinni, Antonela Roccuzzo, og þremur börnum. Fabregas er ásamt konu sinni, Daniella Semaan, og þeirra þremur börnu,.
Myndir af þeim í fríinu má sjá hér að neðan.