fbpx
Mánudagur 17.mars 2025
433Sport

Byrjunarlið Víkings Reykjavíkur í Meistaradeild Evrópu – Þórður í markinu og Pablo á miðjunni

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 21. júní 2022 18:26

Arnar Bergmann Gunnlaugsson, þjálfari Víkings Reykjavíkur Torg/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víkingur Reykjavík tekur í kvöld á móti Levadia Tallin í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á Víkingsvelli. Sigurvegari viðureignarinnar leikur hreinan úrslitaleik við Inter Club d’Escaldes frá Andorra um sæti í undankeppni Meistaradeildarinnar á föstudaginn kemur.

Það er mat manna, út frá styrkleikum liðanna í hinni viðureigninni sem fór fram fyrr í dag, að sigurvegari kvöldsins muni eiga greiða lið í undankeppni Meistaradeildarinnar.

Hér gefur að líta byrjunarlið Víkinga í leik kvöldsins sem hefst klukkan 19:30. Þórður Ingason stendur í markinu hjá Víkingum eftir að Ingvar Jónsson meiddist í landsliðsverkefni á dögunum. Þá er Pablo Punyed heill heilsu og byrjar í miðjunni.

Mynd: UEFA

Víkingar eru á góðu flugi um þessar mundir og hafa unnið fjóra síðustu leiki sína í deild og bikar. Liðið er sem stendur í 3. sæti Bestu deildarinnar með 19 stig.

Arnar um andstæðing kvöldsins:

Arnar Bergmann Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga var í viðtali við íþróttadeild Torgs á dögunum þar sem hann hafði þetta að segja um viðureign kvöldsins gegn Levadia:

„Við erum mjög spenntir. Það er ekki á hverjum degi sem það eru Evrópu­leikir í Víkinni. Það er líka gríðar­leg á­byrgð á okkur að gera þetta eins og menn út af nú­verandi stöðu ís­lenskra liða í Evrópu. Við þurfum að fá þetta sæti til baka.“

Ís­land missti eitt sæti í Evrópu­keppni frá og með síðustu leik­tíð vegna sla­krar frammi­stöðu ís­lenskra fé­lags­liða í Evrópu­leikjum undan­farin ár.

Arnar býst við krefjandi Evrópu­verk­efni fram undan. Hann bendir á að Fl­ora Tallin, sem leikur í sömu deild og Leva­dia, hafi komist í riðla­keppni Sam­bands­deildarinnar í fyrra en þó ekki tekist að skáka Leva­dia heima fyrir.

„Þetta er allt annar fót­bolti en við fáum að venjast hér heima. Öll smá­at­riði þurfa að vera 100 prósent á hreinu. Og við erum að mæta liði sem er sterkt. Fl­ora Tallin komst í riðla­keppni Sam­bands­deildarinnar í fyrra og þeir unnu ekki einu sinni deildina, heldur þetta lið. Þannig að þetta eru tvö lang­bestu liðin í Eist­landi. Þetta verður hörku­leikur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Mæta ekki til leiks ef þetta gerist aftur

Mæta ekki til leiks ef þetta gerist aftur
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Staðfesta nýja seríu af sjónvarpsþættinum vinsæla – Konurnar líklega í aðalhlutverki

Staðfesta nýja seríu af sjónvarpsþættinum vinsæla – Konurnar líklega í aðalhlutverki
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Reiður út í stjörnuna eftir endurkomuna – ,,Hann þarf að bæta sig verulega“

Reiður út í stjörnuna eftir endurkomuna – ,,Hann þarf að bæta sig verulega“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Segir frá því hvernig bræðurnir geðþekku í Mosfellsbæ láta hvorn annan heyra það á æfingum

Segir frá því hvernig bræðurnir geðþekku í Mosfellsbæ láta hvorn annan heyra það á æfingum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Mikil stemning á Ölveri fyrir úrslitaleikinn – Hvetur alla stuðningsmenn til að mæta

Mikil stemning á Ölveri fyrir úrslitaleikinn – Hvetur alla stuðningsmenn til að mæta
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segir val Arnars gefa sterkar vísbendingar um að þessi stóra breyting sé í vændum – Einn ókostur sem þarf að hafa í huga

Segir val Arnars gefa sterkar vísbendingar um að þessi stóra breyting sé í vændum – Einn ókostur sem þarf að hafa í huga