fbpx
Mánudagur 17.mars 2025
433Sport

Fínt fyrir íslenska liðið að mótinu hafi verið frestað – „Búnar að vaxa og verða betri“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 20. júní 2022 16:19

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við erum allar búnar að vera að bíða eftir þessu og nú er bara komið að þessu,“ sagði Alexandra Jóhannsdóttir, landsliðskona, við 433.is fyrir landsliðsæfingu Íslands á Laugardalsvelli í dag.

Ísland hefur leik á Evrópumótinu á Englandi gegn Belgum þann 10. júlí. Ísland er einnig með Frökkum og Ítölum í riðli.

„Mér fannst þetta flottur riðill sem við fengum. Við eigum að geta unnið þessi lið á okkar degi. Það eru engin létt lið á þessu móti. Ég er bara sátt með þetta. Belgía og Ítalía, myndi ég segja, eru lið sem við getum unnið. Og Frakkar, á okkar besta degi held ég að við tökum þær,“ sagði Alexandra um riðilinn.

Alexandra gekk aftur í raðir Breiðabliks á láni í vor til þess að fá aukin spiltíma fyrir mótið. Hún er á mála hjá Frankfurt í Þýskalandi. „Ég er ótrúlega sátt með að fá spiltímann, fá sjálfstraust, komast í leikform og það hefur alveg borgað sig,“ sagði Alexandra, sem hefur skorað þrjú mörk í Bestu deild kvenna í ár og leikið vel. Hún fer aftur til Frankfurt að Evrópumóti loknu.

Evrópumótið átti að fara fram í fyrra en var frestað um ár vegna kórónuveirufaraldursins. Ísland er með marga unga og efnilega leikmenn sem hafa bætt sig á þessu ári. Alexandra segir það hafa komið sér ágætlega fyrir Ísland að mótinu hafi verið frestað. „Við erum margar sem fórum út í atvinnumennsku og búnar að vaxa og verða betri. Ég held að það sé bara fínt.“

Aldursbilið í íslenska hópnum er breitt. Alexandra segir að innan vallar geti reynslumeiri leikmenn hjálpað þeim yngri mikið. „En utan vallar haga þær sér eins og við,“ bætti Alexandra við og hló.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hinrik seldur til Noregs – Kvaddur með fallegu myndbandi

Hinrik seldur til Noregs – Kvaddur með fallegu myndbandi
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Valsmenn höfnuðu „hlægilegu“ tilboði Skagamanna í Tryggva

Valsmenn höfnuðu „hlægilegu“ tilboði Skagamanna í Tryggva
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

England: Arsenal vann Chelsea í mjög bragðdaufum leik

England: Arsenal vann Chelsea í mjög bragðdaufum leik
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Rekinn úr vinnunni fyrir að stunda kynlíf með eiginkonunni á vinnustaðnum – Lét kveikja á öllum ljósum og var mjög sjáanlegur

Rekinn úr vinnunni fyrir að stunda kynlíf með eiginkonunni á vinnustaðnum – Lét kveikja á öllum ljósum og var mjög sjáanlegur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Guardiola útskýrir af hverju hann missti sig í gær – ,,Hann var að verja sjálfan sig“

Guardiola útskýrir af hverju hann missti sig í gær – ,,Hann var að verja sjálfan sig“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sjáðu frábært mark Stefáns gegn Portsmouth

Sjáðu frábært mark Stefáns gegn Portsmouth
433Sport
Í gær

,,Á næstu árum þá verður hann á toppnum, hann verður númer eitt“

,,Á næstu árum þá verður hann á toppnum, hann verður númer eitt“
433Sport
Í gær

Segir að Arteta geti gert það sama og Wenger

Segir að Arteta geti gert það sama og Wenger