Það var svo sannarlega boðið upp á mörk í Bestu deild karla í kvöld en þrír leikir fóru fram og er þeim nú lokið.
Topplið Breiðabliks tapaði gegn Val í síðustu umferð en svaraði vel fyrir sig í kvöld á heimavelli gegn KA.
Jason Daði Svanþórsson komst tvívegis á blað í sigri Blika í kvöld en liðið vann með fjórum mörkum gegn einu.
Blikar komust í 4-0 í kvöld en KA tókst að laga stöðuna alveg í blálokin.
KR jafnaði á dramatískan hátt gegn Stjörnunni í leik sem lauk með 1-1 jafntefli í Garðabæ.
Atli Sigurjónsson tryggði KR stig undir lok leiks en fyrir það hafði Theodór Elmar Bjarnason klikkað á vítapunktinum fyrir gestaliðið.
Mesta veislan var á heimavelli Fram sem fékk ÍBV í heimsókn og þar voru sex mörk skoruð.
Guðmundur Magnússon skoraði þrennu fyrir Fram sem þurfti að sætta sig við eitt stig en leiknum lauk með 3-3 jafntefli.
Andri Rúnar Bjarnason komst tvisvar á blað fyrir ÍBV en þau mörk dugðu heldur ekki til sigurs.
Breiðablik 4 – 1 KA
1-0 Ísak Snær Þorvaldsson (’24)
2-0 Jason Daði Svanþórsson (’65)
3-0 Viktor Karl Einarsson (’70)
4-0 Jason Daði Svanþórsson (’81)
4-1 Elfar Árni Aðalsteinsson (’89))
Stjarnan 1 – 1 KR
1-0 Daníel Finns Matthíasson (’14)
1-1 Atli Sigurjónsson (’90)
Fram 3 – 3 ÍBV
0-1 Andri Rúnar Bjarnason (‘2, víti)
1-1 Guðmundur Magnússon (‘3)
1-2 Andri Rúnar Bjarnason (’22)
2-2 Guðmundur Magnússon (’39, víti)
3-2 Guðmundur Magnússon (’50)
3-3 Alex Freyr Hilmarsson (’61)