Jose Mourinho, stjóri Roma, er að horfa til Atletico Madrid og vill semja við miðjumanninn Saúl Niguez sem spilaði fyrir Chelsea á síðustu leiktíð.
Saúl er líklega einn versti leikmaður Chelsea undanfarin ár en hann sannaði sig svo sannarlega ekki á Englandi og spilaði illa á láni frá Atletico.
Atletico ku vera opið fyrir því að hleypa leikmanninum burt í sumar og er Mourinho með hann efstan á sínum óskalista.
Það er AS á Spáni sem greinir frá þessu en Roma hefur nú þegar samið við einn miðjumann í sumar, Nemanja Matic á frjálsri sölu frá Manchester United.
Saúl er leikmaður sem Mourinho hefur mikinn áhuga á en hann er fjölhæfur leikmaður og getur jafnvel spilað í bakverði.
Það gekk ekkert hjá Saúl í ensku úrvalsdeildinni í vetur og var hann notaður mjög lítið undir Thomas Tuchel eftir að hafa komi til Chelsea í janúar.