Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, spilaði meiddur í úrslitaleik Meistaradeildarinnar að sögn læknis egypska landsliðsins, Mohamed Abou El Ela.
Salah meiddist í fyrri hálfleik þann 14. maí síðastliðinn er Liverpool spilaði við Chelsea í úrslitaleik enska bikarsins.
Það var allt undir í lokaleik Liverpool á tímabilinu gegn Real Madrid í úrslitum Meistaradeildarinnar en Salah var alls ekki upp á sitt besta í þeim leik.
Samkvæmt El Ela var Salah meiddur er sá leikur fór fram en hann var áfram meiddur í síðasta landsliðsverkefni Egyptalands.
,,Salah meiddist í úrslitaleik bikarsins og spilaði síðar gegn Wolves og svo í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á 14 dögum,“ sagði El Ela.
,,Við skoðuðum tölfræði þar sem kom í ljós að hann var sá leikmaður sem spilaði næst flestu mínúturnar á tímabilinu.“
,,Liverpool sagði hann finna til og að hann ætti að fara í x-ray skoðun, að þarna væri ekki 100 prósent heill leikmaður. Spurningin er þó hversu langt getur hann komist án áhættu.“