Aleksandar Kolarov er hættur í fótbolta en hann hefur tilkynnt þá ákvörðun sjálfur.
Kolarov er leikmaður sem margir knattspyrnuaðdáendur kannast við en hann lék lengi vel með Manchester City.
Kolarov er í dag 36 ára gamall en hann hefur undanfarin ár leikið með Inter og spilað þar mikið varahlutverk.
Vinstri bakvörðurinn gerði helst garðinn frægan með Man City og var þekktur fyrir að vera með öflugan og kraftmikinn vinstri fót.
Kolarov spilaði yfir 90 landsleiki fyrir Serbíu og lék einnig með Roma og Lazio á Ítalíu.