Tveir Íslendingar byrjuðu hjá Viking í norsku úrvalsdeildinni sem spilaði við Sandefjord í dag.
Viking tapaði þessum leik 2-1 á heimavelli en Patrik Sigurður Gunnarsson varði mark liðsins og stóð vaktina allan tímann.
Samúel Kári Friðjónsson er einnig á mála hjá Viking og spilaði 87 mínútur í tapinu.
Hólmbert Aron Friðjónsson fékk fimm mínútur fyrir topplið Lilleström sem vann Rosenborg 3-1.
Brynjar Ingi Bjarnason sat þá allan tímann á varamannabekk Valerenga sem gerði 2-2 jafntefli við Álasund. Viðar Örn Kjartansson var ekki með vegna meiðsla.