Tíunda umferð Bestu deildar kvenna lauk nú í kvöld en nú er komið EM frí og er dágóður tími í næstu umferð.
Valur kveður deildina í bili í toppsætinu en liðið vann Þrótt 2-1 í dag og er með 25 stig á toppnum.
Breiðablik er í öðru sæti með 21 og í því þriðja situr Stjarnan með 19 eftir öruggan 4-0 sigur á ÍBV í dag.
KR vann aðens sinn annan sigur í sumar á sama tíma en liðið gerði sér lítið fyrir og vann Keflavík 3-1 úti.
Selfoss og Aftuerelding áttust þá við þar sem Afturelding vann nokkuð óvænt 1-0 á útivelli.
Þróttur R. 1 – 2 Valur
0-1 Ásdís Karen Halldórsdóttir
1-1 Katla Tryggvadóttir
1-2 Cyera Makenzie Hintzen
Keflavík 1 – 3 KR
0-1 Caroline Mc Cue Van Slambrouck (sjálfsmark)
1-1 Kristrún Ýr Holm
1-2 Rasamee Phonsongkham
1-3 Bergdís Fanney Einarsdóttir
Stjarnan 4 – 0 ÍBV
1-0 Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir
2-0 Jasmín Erla Ingadóttir
3-0 Jasmín Erla Ingadóttir
4-0 Katrín Ásbjörnsdóttir
Selfoss 0 – 1 Afturelding
0-1 Jade Arianna Gentile