Mesut Özil, fyrrum stórstjarna Arsenal og Real Madrid, hefur ekki gert það frábært á vellinum undanfarin ár en hann spilar í dag fyrir Fenerbahce í Tyrklandi.
Þar hefur gengið upp og niður hjá Özil sem var á sínum tíma talinn sem einn allra besti miðjumaður heims. Özil er í dag 33 ára gamall.
Umboðsmaður hans, Dr. Erkut Sogut, telur að rafíþróttir séu næstar á dagskrá hjá Özil sem spilar skotleikinn Fortnite mjög mikið.
Özil er talinn vera góður í tölvuleikjum að sögn Sogut og gæti það reynst næsta skref leikmannsins á hans ferli.
,,Hann mun koma sér meira inn í rafíþróttir og kannski verður hann einn af þeim íþróttamönnum,“ sagði Sogut.
,,Hann er virkilega góður ef ég á að vera hreinskilinn og það kæmi mér ekki á óvart ef hann myndi keppa einn daginn.“
,,Hann á sitt eigið lið, M10 og er með leikmenn. Hann er með tölvuleikjahús í Þýskalandi þar sem spilað er bæði FIFA og Fortnite.“