fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
433Sport

Tekur við goðsagnarkenndu númeri hjá Arsenal

433
Laugardaginn 18. júní 2022 22:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er Goal sem greinir frá því í dag að sóknarmaðurinn Eddie Nketiah sé við það að skrifa undir nýjan samning við Arsenal.

Samkvæmt Goal hefur Nketiah samþykkt samningstilboð Arsenal og mun samningurinn gilda til ársins 2027.

Arsenal gæti þurft að treysta á Nketiah á næstu leiktíð en Alexadre Lacazette er að kveðja liðið og verður ekki til taks í sókninni.

Nketiah mun taka við goðsagnarkenndu númeri hjá Arsenal eða númerinu 14 sem Thierry Henry bar á sínum tíma.

Henry er markahæsti leikmaður í sögu Arsenal og er af mörgum talinn besti leikmaður til að spila fyrir liðið frá upphafi.

Nketiah hefur áður borið númerið 30 og skoraði alls fimm mörk í 19 leikjum fyrir Arsenal á síðustu leiktíð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Búnir að ákveða að kaupa goðsögnina fyrir 5 milljónir í sumar

Búnir að ákveða að kaupa goðsögnina fyrir 5 milljónir í sumar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Frumsýnir svakalegan hring sem ýtir undir orðróm um giftingu

Frumsýnir svakalegan hring sem ýtir undir orðróm um giftingu