Það eru ekki allir sem vita það en stórstjarnan Ed Sheeran er aðdáandi Ipswich Town sem leikur í þriðju efstu deild Englands.
Sheeran er heimsfrægur söngvari en hann hefur samið og sungið fjölmörg lög sem Íslendingar kannast við.
Ipswich setti sig í samband við Sheeran nýlega og fékk hann til að auglýsa nýjar treyjur félagsins sem hafa fengið nokkuð góð viðbrögð.
Ipswich undirbýr sig nú fyrir næsta tímabil og verður stefnan að öllum líkindum að komast aftur upp í næst efstu deild.
Liðið hafnaði í 11. sæti League One á síðustu leiktíð en þar spila 24 lið.
Hér fyrir neðan má sjá Sheeran auglýsa treyju félagsins og mögulega vinna inn nokkra nýja stuðningsmenn.