Gareth Bale er á förum frá Real Madrid en samningur hans er að renna út.
Bale hefur verið orðaður við Tottenham og Newcastle í ensku úrvalsdeildinni.
Nú hefur Aston Villa bæst við í kapphlaupið um sóknarmanninn ef marka má frétt Guardian.
Oðrómar höfðu verið uppi um að Bale gæti hreinlega lagt skóna á hilluna eftir að samningur hans við Real Madrid rynni út.
Landslið hans, Wales, er hins vegar á leið á Heimsmeistaramótið í Katar síðar á þessu ári. Bale vill án efa taka þátt í því móti, enda stærsta stjarna velska liðsins.