Það er nóg að gera á skrifstofu Arsenal þessa dagana.
Félagið er að ganga frá kaupum á miðjumanninum Fabio Vieira frá Porto á 40 milljónir evra. Vieira er 22 ára gamall og kom að 20 mörkum í portúgölsku deildinni í fyrra. Fréttir af félagaskiptunum komu nokkuð óvænt fram í gær. Vieira hafði ekki verið orðaður við Arsenal.
Þá segir Fabrizio Romano frá því að kaup Arsenal á Vieira komi ekki í veg fyrir það að félagið muni halda áfram að reyna að krækja í Youri Tielemans frá Leicester.
Arsenal er einnig að reyna að kaupa Gabriel Jesus frá Manchester City. Bláliðar vilja 50 milljónir punda fyrir framherjan en samkvæmt Evening Standard vonast Arsenal til að sá verðmiði muni aðeins lækka.
Leikmenn eru einnig orðaðir frá Arsenal. Nuno Tavares er sagður á óskalista Atalanta á Ítalíu. Vinstri bakvörðurinn kom til Arsenal frá Benfica í fyrra en átti oft á tíðum í vandræðum á sinni fyrstu leiktíð. Gianluca Di Marzio segir frá því að Atalanta vilji fá leikmanninn á láni með möguleika á að kaupa hann næsta sumar.